Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 18:15 Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira