Handbolti

Öruggir upp þó sjö umferðir séu eftir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnór Þór fyrir miðju ásamt liðsfélögum sínum í gærkvöldi.
Arnór Þór fyrir miðju ásamt liðsfélögum sínum í gærkvöldi. Mynd/Instagram
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer þegar liðið lagði HC Erlangen 23:15 á útivelli í gærkvöldi. Bergischer hefur tryggt sér sæti í efstu deild þó enn séu sjö umferðir eftir.

Arnór er ekki eini Íslendingurinn sem hefur ástæðu til að fagna tíðindunum. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Magdeburg, gengur til liðs við Bergischer í sumar. Hann verður því áfram í Bundesligunni á næstu leiktíð.

Hannes Jón Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Eisenach sem lagði HSG Nordhorn-Lingen. Liðsmenn Aðalsteins Eyjólfssonar eru í 3. sæti deildarinnar með þriggja stiga forskot á næsta lið.

Því gæti vel farið svo að þrjú Íslendingalið fari upp um deild.


Tengdar fréttir

Ernir og Ólafur í efstu deild

Ernir Hrafn Arnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson munu leika í efstu deild þýska handboltans á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×