Meistararnir misstigu sig en Blikar sluppu með skrekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2013 17:30 Mynd/Valli Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti