Ford sækir á í tvinnbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2013 17:00 Ford C-Max Hybrid Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent
Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent