Handbolti

Ævintýrið hjá Einari Inga og félögum heldur áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson.
Einar Ingi Hrafnsson. Mynd/Stefán
Einar Ingi Hrafnsson og félagar hans í Mors-Thy Håndbold tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta eftir 26-30 útisigur á Aarhus Håndbold. Mors-Thy mætir AaB Håndbold í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KIF og Skjern.

Århus komst yfir í 5-1 í leiknum en Mors-Thy fór þá í gang og snéri leiknum sér í vil fyrir hálfleik. Mors-Thy var 16-14 yfir í hálfleik.

Mors-Thy Håndbold var aðeins sjöunda liðið inn í úrslitakeppnina en stóð sig betur en bæði Århus Håndbold og Bjerringbro-Silkeborg í riðlakeppni úrslitakeppninnar. Mors-Thy varð í öðru sæti í sínum riðli á eftir Skjern Håndbold.

Mors-Thy Håndbold vann fjóra af sex leikjum sínum í riðlinum og Einar Ingi er að spila mikilvægt hlutverk og þá sérstaklega varnarlega. Einar Ingi skoraði tvö mörk í leiknum í dag.

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson skoruðu báðir eitt mark þegar SönderjyskE endaði tímabilið með 41-31 útisigri á Team Tvis Holstebro. SönderjyskE komst ekki í undanúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×