Annarri umferð 1. deildar karla í fótbolta lauk í kvöld á Sauðárkróki þar sem Tindastóll og Völsungur skildu jöfn 1-1. Fyrstu stig Völsungs í deildinni þar staðreynd.
Marko Blagojevic kom Völsungi yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu. Steven Beattie jafnaði metin á 39. mínútu og jafnt í hálfleik 1-1.
Ekkert var skorað í seinni hálfleik. Völsungur er þar með komið með stig og Tindastóll er með tvö stig en liðið gerði einnig 1-1 jafntefli í fyrstu umferð.
Jafntefli á Sauðárkróki
