Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson fögnuðu flottum útisigri í kvöld með félögum sínum í Start en liðið vann þá 1-0 sigur á Odd. Þetta var fyrsti deildarsigur Start í sex leikjum eða síðan að liðið vann Vålerenga 19. apríl.
Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson voru báðir í byrjunarliðinu og lék Guðmundur allan leikinn. Matthías var tekinn af velli á 81. mínútu.
André Hansen, fyrrum markvörður KR, gerði sig sekan um mistök í eina marki leiksins. Bismark Acosta nýtti sér þau og skoraði sigurmarkið á 60. mínútu.
Start var aðeins búið að fá eitt stig út úr síðustu sex deildarleikjum sínum og þetta var einnig fyrsti útisigur liðsins á tímabilinu.
Sex leikja bið Start eftir sigri á enda
