Dádýr í vondum málum Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 13:45 Dádýrið veður um vagninn Strætisvagn á hefbundinni leið sinni í Pennsilvaníu fékk óvænta heimsókn um daginn. Dádýr hljóp fyrir hann, tók undir sig myndarlegt stökk og lenti á framrúðunni. Það undarlega er að dádýrið fer óslasað að því er virðist gegnum rúðuna sem kýlist inní vagninn og í örvæntingu sinni veður dýrið um vagninn ringlað eftir áreksturinn, enda aldrei komið í strætisvagn áður. Strætisvagnabílstjórinn stöðvar vagninn eins fljótt og kostur er, en er of seinn að opna framhurðina áður en dádýrið fer aftur í vagninn og stígur þar trylltan dans. Að lokum fer þó dádýrið út um dyrnar og heilsar kunnari náttúrunni. Myndskeiði hér að ofan sýnir atburðarrásina vel. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent
Strætisvagn á hefbundinni leið sinni í Pennsilvaníu fékk óvænta heimsókn um daginn. Dádýr hljóp fyrir hann, tók undir sig myndarlegt stökk og lenti á framrúðunni. Það undarlega er að dádýrið fer óslasað að því er virðist gegnum rúðuna sem kýlist inní vagninn og í örvæntingu sinni veður dýrið um vagninn ringlað eftir áreksturinn, enda aldrei komið í strætisvagn áður. Strætisvagnabílstjórinn stöðvar vagninn eins fljótt og kostur er, en er of seinn að opna framhurðina áður en dádýrið fer aftur í vagninn og stígur þar trylltan dans. Að lokum fer þó dádýrið út um dyrnar og heilsar kunnari náttúrunni. Myndskeiði hér að ofan sýnir atburðarrásina vel.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent