Forester og Outlander bestir í árekstrarprófi Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 15:00 Subaru Forester styttur að framanverðu Það voru bara Subaru Forester og Mitsubishi Outlander sem stóðust nýjasta árekstrarpróf IIHs (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandríkjunum með viðunandi einkunn. Prófaðir voru alls 13 jepplingar og jeppar. Allir hinir fengu einkunnina „óviðunandi“ eða “á mörkunum“. Átti það við um Ford Escape, BMW X1, Honda CR-V, Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-5, Nissan Quasqai, Volkswagen Tiguan, Buick Encore, Jeep Patriot og Jeep Wrangler. Subaru Forester bíllinn fékk hærri einkunn þeirra tveggja bestu, þ.e. "gott" en Mitsubishi Outlander fékk „viðunandi“. Helsta ástæðan fyrir góðri einkunn Forester og Outlander er að farangursrýmið á þeim báðum er mjög vel varið og þangað inn komust fremri bílpartar ekki við árekstur. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Það voru bara Subaru Forester og Mitsubishi Outlander sem stóðust nýjasta árekstrarpróf IIHs (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandríkjunum með viðunandi einkunn. Prófaðir voru alls 13 jepplingar og jeppar. Allir hinir fengu einkunnina „óviðunandi“ eða “á mörkunum“. Átti það við um Ford Escape, BMW X1, Honda CR-V, Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-5, Nissan Quasqai, Volkswagen Tiguan, Buick Encore, Jeep Patriot og Jeep Wrangler. Subaru Forester bíllinn fékk hærri einkunn þeirra tveggja bestu, þ.e. "gott" en Mitsubishi Outlander fékk „viðunandi“. Helsta ástæðan fyrir góðri einkunn Forester og Outlander er að farangursrýmið á þeim báðum er mjög vel varið og þangað inn komust fremri bílpartar ekki við árekstur.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent