Handbolti

Marklínutækni í handboltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hyggst nota svokallaða marklínutækni á leikjum í úrslitahelgi EHF-bikarsins um helgina.

Myndavél með víðlinsu er þá komið fyrir í markinu og hafa dómarar heimild til að skoða upptökur af vafi leikur á því hvort að boltinn hafi farið yfir línuna.

Búnaður hefur verið prófaður í Frakklandi í vetur og gæti farið svo að þetta verði staðalbúnaður á alþjóðlegum mótum í framtíðinni.

Marklínutækni hefur verið í þróun í knattspyrnunni og verður til að mynda notuð í Álfukeppninni síðar á þessu ári.

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Nantes eru bæði komin í undanúrslit EHF-bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×