Ferrari vill selja færri bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 15:15 Flestir bílaframleiðendur stefna ávallt að sölu fleiri og fleiri bíla sinna. Einn sker sig þó úr því Ferrari lýsti því yfir um daginn að stefna fyrirtækisins væri að selja færri bíla en það gerir nú. Með því móti verður merki Ferrari betur haldið á lofti sem lúxusmerki og færri fá en vilja. Í fyrra seldi Ferrari 7.318 bíla en stefnir að því að selja minna en 7.000 bíla í ár. Forstjóri Ferrari útskýrði þessa stefnu fyrirtækisins um daginn. Hann sagði að Ferrari væri eins og falleg kona, hún þyrfti að vera biðarinnar virði og eftirsótt. Með þessari stefnu væri minni hætta á að fylla markaðinn og eldri bílar Ferrari yrðu eftirsóttari. Ótrúverðug stefna? Einhverjir hafa bent á að yfirlýsing Ferrari byggist á öðru en útskýringum forstjórans og að greinilega stefni í minnkandi sölu á ofurbílum og að Lamborghini hafi þegar undirbúið sig fyrir minnkandi eftirspurn. Lamborghini seldi 2.083 bíla í fyrra og nam söluakningin 30% frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessa stefnu Ferrari ætlar fyrirtækið að ráða 250 nýja starfsmenn á næstunni en 200 þeirra eiga að smíða nýjar vélar fyrir Maserati bíla. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent
Flestir bílaframleiðendur stefna ávallt að sölu fleiri og fleiri bíla sinna. Einn sker sig þó úr því Ferrari lýsti því yfir um daginn að stefna fyrirtækisins væri að selja færri bíla en það gerir nú. Með því móti verður merki Ferrari betur haldið á lofti sem lúxusmerki og færri fá en vilja. Í fyrra seldi Ferrari 7.318 bíla en stefnir að því að selja minna en 7.000 bíla í ár. Forstjóri Ferrari útskýrði þessa stefnu fyrirtækisins um daginn. Hann sagði að Ferrari væri eins og falleg kona, hún þyrfti að vera biðarinnar virði og eftirsótt. Með þessari stefnu væri minni hætta á að fylla markaðinn og eldri bílar Ferrari yrðu eftirsóttari. Ótrúverðug stefna? Einhverjir hafa bent á að yfirlýsing Ferrari byggist á öðru en útskýringum forstjórans og að greinilega stefni í minnkandi sölu á ofurbílum og að Lamborghini hafi þegar undirbúið sig fyrir minnkandi eftirspurn. Lamborghini seldi 2.083 bíla í fyrra og nam söluakningin 30% frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessa stefnu Ferrari ætlar fyrirtækið að ráða 250 nýja starfsmenn á næstunni en 200 þeirra eiga að smíða nýjar vélar fyrir Maserati bíla.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent