Nissan græðir 750 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 10:30 Nissan Altima Japanski bílaframleiðandinn Nissan gerir upp árið milli 31. mars hvers árs. Fyrirtækið sýndi í bækur sínar í síðustu viku og þar sást að hagnaður ársins nam 6,31 milljarði dollara, eða 750 milljörðum króna. Veltan var 116 milljarðar dollarar og seldir bílar voru 4.914 milljón talsins. Minnkandi sala á mörgum markaðssvæðum Nissan var unnin upp á öðrum vaxandi mörkuðum, þá helst í Bandaríkjunum, Brasilíu og í Miðausturlöndum. Fjórði ársfjórðungur Nissan var fyrirtækinu drjúgur í sölu og það hjálpaði mjög uppá að nýjar bílgerðir voru 10 talsins. Nissan segist ætla að framleiða 5,3 milljónir bíla á þessu ári og vaxa því um 7,8%. Veltan á að verða 118 milljarðar dollar. Svo lítil hækkun veltu bendir til þess að Nissan muni framleiða meira af smáum og ódýrum bílum en það gerði á síðasta uppgjörsári. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Nissan gerir upp árið milli 31. mars hvers árs. Fyrirtækið sýndi í bækur sínar í síðustu viku og þar sást að hagnaður ársins nam 6,31 milljarði dollara, eða 750 milljörðum króna. Veltan var 116 milljarðar dollarar og seldir bílar voru 4.914 milljón talsins. Minnkandi sala á mörgum markaðssvæðum Nissan var unnin upp á öðrum vaxandi mörkuðum, þá helst í Bandaríkjunum, Brasilíu og í Miðausturlöndum. Fjórði ársfjórðungur Nissan var fyrirtækinu drjúgur í sölu og það hjálpaði mjög uppá að nýjar bílgerðir voru 10 talsins. Nissan segist ætla að framleiða 5,3 milljónir bíla á þessu ári og vaxa því um 7,8%. Veltan á að verða 118 milljarðar dollar. Svo lítil hækkun veltu bendir til þess að Nissan muni framleiða meira af smáum og ódýrum bílum en það gerði á síðasta uppgjörsári.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent