Handbolti

Þórey Rósa og Rut Evrópumeistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. Mynd/Ole Nielsen
Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu í kvöld Evrópumeistarar með danska liðinu Team Tvis Holstebro eftir 33-28 útisigur á Metz Handball í seinni leik liðanna í úrslitum EHF-bikarsins.

Útlitið var ekki bjart eftir fjögurra marka tap á heimavelli, 31-35,  í fyrri leiknum og Team Tvis Holstebro var bara 15-14 yfir í hálfleik. Liðið átti hinsvegar frábæran seinni hálfleik og tryggði sér magnaðan sigur.

Team Tvis Holstebro var komið sex mörkum yfir í leiknum á lokakaflanum en þær frönsku náðu að skora síðasta mark leiksins skömmu áður en leiktíminn rann út. Team Tvis Holstebro vann úrslitin samanlagt 64-63.

Sigurinn hjá Team Tvis Holstebro var mjög óvæntur eftir hrakfarirnar í fyrri leiknum og fyrirsögnin er meðal annars "Kraftaverk í Metz" á heimasíðu liðsins.

Kristina Mulle Kristiansen var markahæst hjá Team Tvis Holstebro með tólf mörk en þær Þórey Rósa og Rut komust ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×