Ólöglegt að aka of hægt á vinstri akrein í Flórída Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2013 08:45 Vonandi fækkar svona háttarlagi með nýju lögunum í Flórída Nýframlagt lagafrumvarp í Flórída í Bandaríkjunum gerir það ólöglegt að aka meira en 10 mílur undir hámarkshraða á vinstri akrein. Geta þeir sem staðnir eru að því átt von á 60 dollara sekt fyrir vikið. Lög þessi eiga að greiða fyrir eðlilegri umferð og stöðva það háttalag sumra að aka svo hægt að aðrir ökumenn þurfa að fara framúr þeim hægra megin eða hreinlega komast ekki framúr. Með því aukist öryggi í umferðinni og skeytingarleysi sumra ökumanna verði minnkað. Ekki er enn búið að samþykkja þessi lög en búist er við því að svo verði. Yrði Flórída fyrsta fylki Bandaríkjanna til að lögleiða slík lög og ekki er vitað til að þau gildi í neinu öðru landi heldur. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent
Nýframlagt lagafrumvarp í Flórída í Bandaríkjunum gerir það ólöglegt að aka meira en 10 mílur undir hámarkshraða á vinstri akrein. Geta þeir sem staðnir eru að því átt von á 60 dollara sekt fyrir vikið. Lög þessi eiga að greiða fyrir eðlilegri umferð og stöðva það háttalag sumra að aka svo hægt að aðrir ökumenn þurfa að fara framúr þeim hægra megin eða hreinlega komast ekki framúr. Með því aukist öryggi í umferðinni og skeytingarleysi sumra ökumanna verði minnkað. Ekki er enn búið að samþykkja þessi lög en búist er við því að svo verði. Yrði Flórída fyrsta fylki Bandaríkjanna til að lögleiða slík lög og ekki er vitað til að þau gildi í neinu öðru landi heldur.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent