Handbolti

Erlingur búinn að semja við Westwien

Erlingur ásamt forráðamönnum félagsins við undirskriftina.
Erlingur ásamt forráðamönnum félagsins við undirskriftina.

Erlingur Richardsson er orðinn þjálfari austurríska liðsins Westwien hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Erlingur þjálfaði ÍBV síðasta vetur en var þar áður þjálfari hjá HK. Erlingur er einnig hluti af þjálfarateymi íslenska landsliðsins.

Erlingur var alla síðustu viku í Vín og hefur þegar tekið tvær æfingar með liðinu sem hann tekur formlega við síðar í sumar.


Tengdar fréttir

Erlingur semur líklega við Westvien

Þjálfarinn Erlingur Richardsson er staddur í Austurríki þessa dagana og hefur verið þar alla vikuna að reyna að ganga frá samningi við austurríska úrvalsdeildarfélagið SG Insignis Handball Westwien. Mánuður er síðan félagið sóttist eftir kröftum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×