Handbolti

Grænlendingar vilja halda alþjóðlegt handboltamót

Stuðningsmenn Grænlands á HM 2007 í Þýskalandi.
Stuðningsmenn Grænlands á HM 2007 í Þýskalandi.

Grænlendingar eru ekki þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en Grænlendingum hefur þó tekist að komast á stórmót. Það er enn metnaður fyrir handbolta í landinu og Grænlendingar vilja nú halda forkeppni Pan American-leikanna. Þrjú efstu liðin á þeim leikum komast á næsta HM.

Grænlendingar hafa sótt um að halda mótið í Nuuk en hafa mætt andstöðu annarra landa í riðlinum þar sem þeim finnst allt of dýrt að fara til Grænlands.

Liðin sem spila gegn Grænlandi eru Kanada, Bandaríkin, Kúba, Dóminíkanska lýðveldið og Púertó Ríkó.

Grænlendingar leita nú allra leiða til þess að geta haldið forkeppnina. Þeir eru að leita styrkja og svo mun alþjóða handboltasambandið ætla að styrkja þá.

Meðal annars á að bjóða upp á ódýrt flug í gegnum Panama og verður áhugavert að sjá hvort Grænlendingum tekst að loka þessu máli og halda í fyrsta skipti alþjóðlegt handboltamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×