Fótbolti

Margrét Lára skoraði en Kristianstad tapaði 3-4

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir Mynd/Stefán

Íslendingaliðið Kristianstad tapaði 3-4 á móti Kopparbergs/Göteborg á útivelli í dag í sænsku kvennadeildinni í fótbolta. Kopparbergs/Göteborg skoraði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum eftir að Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í 3-3.

Þetta var þriðja tapið í röð hjá Elísabetu Gunnarsdóttur og stelpunum hennar í Kristianstad og liðið hefur fengið 11 mörk á sig í þessum þremur leikjum á móti LdB Malmö (0-5), Linköping (1-2) og Kopparbergs/Göteborg (3-4).

Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstad í dag. Guðný Björk Óðinsdóttir var ekki í leikmannhópnum.

Josefine Öqvist lagði upp mark Margrétar Láru á 76. mínútu en hin mörk liðsins skoruðu þær Johanna Rasmussen og Marija Banusic. Marie Hammarström skoraði sigurmark Kopparbergs/Göteborg en hin mörkin skoruðu þær Jodie Taylor (2) og Olivia Schough.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×