Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 12:15 Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira