Kia frestar Quoris Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2013 08:45 Kia hafði uppi áform um að kynna lúxusbílinn Quoris á næsta ári utan heimalandsins, en þar er hann nú þegar kominn í sölu undir nafninu K9. Quoris mun þó bíða til ársins 2015. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að Kia er að kynna 7 nýja bíla á næstunni og vill ekki að Quoris drukkni inná milli þeirra kynninga. Kia Quoris er fullvaxinn bíll með miklum lúxus og mun fást með sex strokka 333 hestafla vél eða 8 strokka 429 hestafl vél með 5,0 lítra sprengirými. Hann er byggður á sama undirvagni og Hyundai Genesis, sem fengið hefur góðar viðtökur í Bandaríkjunum. Auk þess mun hann bjóðast með sömu vélum. Kia hefur uppi stór áform um að keppa við þýsku og japönsku lúxusbílaframleiðendurna BMW, Audi, Mercedes Benz og Lexus og segir að fyrirtækið muni standa jafnfætis þeim frá og með árinu 2017. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent
Kia hafði uppi áform um að kynna lúxusbílinn Quoris á næsta ári utan heimalandsins, en þar er hann nú þegar kominn í sölu undir nafninu K9. Quoris mun þó bíða til ársins 2015. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að Kia er að kynna 7 nýja bíla á næstunni og vill ekki að Quoris drukkni inná milli þeirra kynninga. Kia Quoris er fullvaxinn bíll með miklum lúxus og mun fást með sex strokka 333 hestafla vél eða 8 strokka 429 hestafl vél með 5,0 lítra sprengirými. Hann er byggður á sama undirvagni og Hyundai Genesis, sem fengið hefur góðar viðtökur í Bandaríkjunum. Auk þess mun hann bjóðast með sömu vélum. Kia hefur uppi stór áform um að keppa við þýsku og japönsku lúxusbílaframleiðendurna BMW, Audi, Mercedes Benz og Lexus og segir að fyrirtækið muni standa jafnfætis þeim frá og með árinu 2017.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent