Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir á skotskónum fyrir lið sitt, Sarpsborg, í norska boltanum í kvöld.
Sarpsborg gerði þá jafntefli, 3-3, á heimavelli við Vålerenga. Sarpsborg lenti þrisvar undir í leiknum en jafnaði alltaf jafn harðan og uppskar stig.
Guðmundur og Þórarinn léku allan leikinn fyrir Sarpsborg í kvöld. Liðið er í níunda sæti deildarinnar.
Íslendingarnir á skotskónum
