Þýskir lúxusbílar mokseljast í Kóreu í stað heimabíla Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2013 13:45 Hyundai Equus Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent
Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent