Enn og aftur stal leikkonan Carey Mulligan senunni á rauða dreglinum þegar hún mætti á tískusýningu Hugo Boss í Shanghai á fimmtudaginn.
Carey mætti svartklædd til leiks, í buxum, toppi og jakka, og leit stórkostlega út eins og hún gerir alltaf á galaviðburðum.

Carey er búin að ferðast um allan heiminn síðustu vikur að kynna nýjustu mynd sína The Great Gatsby en engin þreytumerki sjást á þessari hæfileikaríku stúlku.
