Íslenska landsliðskonan Ólína G. Viðarsdóttir var á sínum stað í vörn Chelsea sem tapaði 4-1 fyrir Everton á heimavelli í ensku kvennadeildinni. Edda Garðarsdóttir var hinsvegar allan tímann á varamannabekk Chelsea í dag.
Chelsea situr í fjórða sæti deildarinnar en liðið er með sjö stig eftir sex leiki. Everton stakk sér fyrir ofan liðið með sigrinum í dag en liðið er í þriðja sæti með átta stig.
Liverpool situr á toppi deildarinnar með fimmtán stig í sex leikjum. Katrín Ómarsdóttir er einmitt á mála hjá Liverpool.
