Handbolti

Grosswallstadt féll | Löwen í Meistaradeildina

Rúnar spilaði vel í dag.
Rúnar spilaði vel í dag.

Rúnar Kárason og Sverre Jakobsson féllu úr þýsku úrvalsdeildinni með liði Grosswallstadt í dag. Liðið tapaði þá, 29-32, fyrir meisturum Kiel.Grosswallstadt varð að vinna leikinn til þess að halda sér uppi en verkefnið var einfaldlega of stórt. Grosswallstadt beit hraustlega frá sér í seinni hálfleik en það dugði ekki til.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Grosswallstadt í dag og gaf nokkrar góðar sendingar. Sverre var afar sterkur í vörninni. Guðjón Valur skoraði tvö mörk fyrir Kiel.

Arnór Atlason, Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg lentu í öðru sæti en liðið lagði Lubbecke, 30-28, í dag. Arnór skoraði fjögur mörk í kveðjuleik sínum fyrir Flensburg og Ólafur eitt.

Guðmundur Guðmundsson fer í strákana sína í Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildina á næstu leiktíð en liðið hafnaði í þriðja sæti. Löwen valtaði yfir Balingen, 35-22, þar sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen.

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, endaði í fjórða sæti og fer því í umspil um laust sæti í Meistaradeildinni. Berlin lagði Hannover-Burgdorf, 30-31.

Íslenskir þjálfarar stýrðu þar með þrem af fjórum bestu liðum Þýskalands í vetur sem er mögnuð staðreynd.

Fannar Þór Friðgeirsson kvaddi Wetzlar með átta mörkum en Wetzlar lenti í sjöunda sæti deildarinnar sem er met hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×