Óheppið dádýr á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2013 08:45 Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent
Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent