Engin sumarstopp í verksmiðjum BMW, Benz og Audi Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2013 08:45 Mercedes Benz bílar renna út í Kína og Bandaríkjunum Það er ekki góð sala í Evrópu sem verður til þess að hefðbundnar sumarlokanir verði ekki í verksmiðjum þýsku bílaframleiðendanna BMW, Mercedes Benz og Audi. Það er góð sala bíla þeirra í öðrum heimshlutum sem koma í veg fyrir þær og þá helst í Kína og Bandaríkjunum. Salan í Evrópu heldur áfram að minnka sjötta árið í röð en söluaukningin er mikil á stóru mörkuðunum vestanhafs, í Kína og víðar. Það eru ekki bara verksmiðjur í Þýskalandi sem verða keyrðar á fullu í sumar því verksmiðjur þýsku framleiðendanna má finna um allan heim og þar gildir það sama. Þveröfuga sögu er að segja frá öðrum framleiðendum í Evrópu, hvort sem þeir eiga rætur sínar þar eða framleiðendur eins og Ford og General Motors sem eiga margar verksmiðjur í álfunni. Þar verða jafnvel enn lengri sumarlokanir en vanalega eða búa sig undir endanlega lokun. Söluaukning Mercedes Benz í ár er 6% og 7% í maí og sala BMW og Audi er einnig meiri en í fyrra. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent
Það er ekki góð sala í Evrópu sem verður til þess að hefðbundnar sumarlokanir verði ekki í verksmiðjum þýsku bílaframleiðendanna BMW, Mercedes Benz og Audi. Það er góð sala bíla þeirra í öðrum heimshlutum sem koma í veg fyrir þær og þá helst í Kína og Bandaríkjunum. Salan í Evrópu heldur áfram að minnka sjötta árið í röð en söluaukningin er mikil á stóru mörkuðunum vestanhafs, í Kína og víðar. Það eru ekki bara verksmiðjur í Þýskalandi sem verða keyrðar á fullu í sumar því verksmiðjur þýsku framleiðendanna má finna um allan heim og þar gildir það sama. Þveröfuga sögu er að segja frá öðrum framleiðendum í Evrópu, hvort sem þeir eiga rætur sínar þar eða framleiðendur eins og Ford og General Motors sem eiga margar verksmiðjur í álfunni. Þar verða jafnvel enn lengri sumarlokanir en vanalega eða búa sig undir endanlega lokun. Söluaukning Mercedes Benz í ár er 6% og 7% í maí og sala BMW og Audi er einnig meiri en í fyrra.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent