Mengunarbúnaður sjúkrabíls olli dauða sjúklings Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2013 08:30 Sjúklingurinn dó í sjúkrabílnum eftir að hann drap á sér Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english
Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english