Mengunarbúnaður sjúkrabíls olli dauða sjúklings Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2013 08:30 Sjúklingurinn dó í sjúkrabílnum eftir að hann drap á sér Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent
Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent