Jeep neitar að innkalla 2,7 milljónir bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2013 08:45 Jeep Grand Cherokee árgerð 2007 Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, hefur farið fram á að Jeep innkalli 2,7 milljónir bíla af gerðunum Jeep Grand Cherokee og Jeep Liberty vegna eldsneytistanks bílanna sem stofnunin segir hættulega. Cherokee bílarnir eru af árgerðum 1993 til 2007 og Liberty bílarnir 2002 til 2007. NHTSA vill meina að staðsetning þeirra fyrir aftan aftari öxul bílanna hafi stuðlað að dauða 15 manna og slasað 46 aðra þegar í þeim hefur kviknað við aftanákeyrslu. Jeep telur þessa kröfu stofnunarinnar óraunhæfa og ranga og segir bílana ekki bara mæta þeim stöðlum sem uppfylla þarf heldur fara fram úr þeim og beri þeim ekki að innkalla þessa bíla og breyta staðsetningu tankanna. Það er Chrysler fyrirtækið sem á Jeep og kostnaðurinn við svona stóra innköllun væri enginn barnaleikur fyrir fyrirtækið og drægi verulega úr hagnaði ársins. Barátta þess við stofnunina er ekki til lykta leidd og forvitnilegt að sjá hvernig hún endar. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent
Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, hefur farið fram á að Jeep innkalli 2,7 milljónir bíla af gerðunum Jeep Grand Cherokee og Jeep Liberty vegna eldsneytistanks bílanna sem stofnunin segir hættulega. Cherokee bílarnir eru af árgerðum 1993 til 2007 og Liberty bílarnir 2002 til 2007. NHTSA vill meina að staðsetning þeirra fyrir aftan aftari öxul bílanna hafi stuðlað að dauða 15 manna og slasað 46 aðra þegar í þeim hefur kviknað við aftanákeyrslu. Jeep telur þessa kröfu stofnunarinnar óraunhæfa og ranga og segir bílana ekki bara mæta þeim stöðlum sem uppfylla þarf heldur fara fram úr þeim og beri þeim ekki að innkalla þessa bíla og breyta staðsetningu tankanna. Það er Chrysler fyrirtækið sem á Jeep og kostnaðurinn við svona stóra innköllun væri enginn barnaleikur fyrir fyrirtækið og drægi verulega úr hagnaði ársins. Barátta þess við stofnunina er ekki til lykta leidd og forvitnilegt að sjá hvernig hún endar.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent