Handbolti

Fetar í fótspor Guðjóns Vals og Óla Stef

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Domagoj Duvnjak hefur verið kjörinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar.

Leikstjórnandinn hefur farið á kostum með Hamburg í vetur og var í aðalhlutverki um helgina þegar liðið varð nokkuð óvænt Evrópumeistari. Liðið lagði Kiel í undanúrslitum með töluverðum yfirburðum og svo eins marks sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik.

Duvnjak fær verðlaunin afhent fyrir leik Hamburg gegn Lemgo á morgun. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina árið 2002 og Guðjón Valur Sigurðsson árið 2006.

Fyrri verðlaunahafar

2002 Ólafur Stefánsson

2003 Christian Schwarzer

2004 Lars Krogh-Jeppesen

2005 Henning Fritz

2006 Guðjón valur Sigurðsson

2007 Nikola Karabatic

2008 Nikola Karabatic

2009 Thierry Omeyer

2010 Filip Jicha

2011 Uwe Gensheimer

2012 Kim Andersson

2013 Domagoj Duvnjak




Fleiri fréttir

Sjá meira


×