Hamburg Evrópumeistari í fyrsta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2013 18:08 Hans Lindberg skoraði sex mörk fyrir Hamburg í dag. Nordic Photos / Getty Images Þýska liðið Hamburg varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa unnið sætan sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln, 30-29. Hamburg kom öllum að óvörum um helgina með því að leggja Kiel að velli í undanúrslitunum í gær. Kiel var ríkjandi meistari og stefndi að því að vinna þrennuna, annað árið í röð. Liðið hefur áður orðið Evrópumeistari bikarhafa en þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur Meistaradeildina. Hamburg hafði þrívegis áður komist í undanúrslit en aldrei komist í úrslitaleikinn fyrr en nú. Johannes Bitter átti stórleik í marki Hamburg og varði sautján skot. Hann varði oft á ögurstundu og sá til þess að Barcelona tókst ekki að jafna muninn í lok framlengingarinnar. Hans Lindberg og Michael Kraus skoruðu sex mörk hvor fyrir Hamburg en Siarhei Rutenka átta fyrir Barcelona. Victor Tomas kom næstur með sjö mörk. Jafnræði var með liðunum framan af en Börsungar leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Hamburg virtist svo ætla að sigla öruggum sigri í höfn er liðið skoraði fjögur mörk í röð þegar lítið var eftir af leiknum. Barcelona svaraði með fjórum mörkum og var staðan jöfn, 25-25, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Hans Lindberg lét svo verja frá sér þegar hálf mínúta var eftir og Barcelona hélt í sókn. Liðið fékk aukakast á lokasekúndunum en Bitter varði skot Rutenka. Því þurfti að framlengja leikinn. Hamburg byrjaði betur í framlengingunni og komst tveimur mörkum yfir. En aftur náði Barcelona að svara fyrir sig og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. Lindberg kom svo Hamburg yfir, 30-29, með marki úr vítakasti og Bitter varði svo úr dauðafæri Börsunga þegar mínúta var eftir. Hamburg fór þó illa að ráði sínu í næstu sókn og Barcelona fékk boltann þegar 40 sekúndur voru eftir. Bitter varði þá aftur úr algjöru dauðafæri en Barcelona náði frákastinu. Daniel Sarmiento tók erfitt skot á lokasekúndunum en skotið fór yfir. Aukakast var dæmt en Rutenka skaut í varnarvegginn. Hamburg fagnaði því sigri í Meistaradeildinni en Börsungar máttu sætta sig við silfrið í þetta sinn. Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Þýska liðið Hamburg varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa unnið sætan sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln, 30-29. Hamburg kom öllum að óvörum um helgina með því að leggja Kiel að velli í undanúrslitunum í gær. Kiel var ríkjandi meistari og stefndi að því að vinna þrennuna, annað árið í röð. Liðið hefur áður orðið Evrópumeistari bikarhafa en þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur Meistaradeildina. Hamburg hafði þrívegis áður komist í undanúrslit en aldrei komist í úrslitaleikinn fyrr en nú. Johannes Bitter átti stórleik í marki Hamburg og varði sautján skot. Hann varði oft á ögurstundu og sá til þess að Barcelona tókst ekki að jafna muninn í lok framlengingarinnar. Hans Lindberg og Michael Kraus skoruðu sex mörk hvor fyrir Hamburg en Siarhei Rutenka átta fyrir Barcelona. Victor Tomas kom næstur með sjö mörk. Jafnræði var með liðunum framan af en Börsungar leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Hamburg virtist svo ætla að sigla öruggum sigri í höfn er liðið skoraði fjögur mörk í röð þegar lítið var eftir af leiknum. Barcelona svaraði með fjórum mörkum og var staðan jöfn, 25-25, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Hans Lindberg lét svo verja frá sér þegar hálf mínúta var eftir og Barcelona hélt í sókn. Liðið fékk aukakast á lokasekúndunum en Bitter varði skot Rutenka. Því þurfti að framlengja leikinn. Hamburg byrjaði betur í framlengingunni og komst tveimur mörkum yfir. En aftur náði Barcelona að svara fyrir sig og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. Lindberg kom svo Hamburg yfir, 30-29, með marki úr vítakasti og Bitter varði svo úr dauðafæri Börsunga þegar mínúta var eftir. Hamburg fór þó illa að ráði sínu í næstu sókn og Barcelona fékk boltann þegar 40 sekúndur voru eftir. Bitter varði þá aftur úr algjöru dauðafæri en Barcelona náði frákastinu. Daniel Sarmiento tók erfitt skot á lokasekúndunum en skotið fór yfir. Aukakast var dæmt en Rutenka skaut í varnarvegginn. Hamburg fagnaði því sigri í Meistaradeildinni en Börsungar máttu sætta sig við silfrið í þetta sinn.
Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira