Bílar

Þessi fór aldrei í framleiðslu hjá Ford

Finnur Thorlacius skrifar
Ford Cougar 406 Concept var einstaklega fallegur bíll
Ford Cougar 406 Concept var einstaklega fallegur bíll
Mikil synd var að þessi bíll Ford fór aldrei í framleiðslu. Ford smíðaði hann árið 1962, nefndi hann Ford Cougar 406 Concept og hætti svo við framleiðsluna. Þetta var enginn venjulegur bíll, með 6,7 lítra V8 vél og því feykiöflugur. Það sem sérstæðast var þó við hann voru vængjahurðirnar. Það var Dean Jeffries hjá Ford sem útfærði þennan bíl og var hann smíðaður á undirvagni úr Thunderbird bíl.

Ástæðan fyrir því að hann fór aldrei í framleiðslu var líklega sú að Bandaríkjamenn voru ekki tilbúnir fyrir bíl með vængjahurðum sem leit út fyrir að vera frá Ítalíu. Þessi bíll er hinsvegar svo fallegur að hann hefði getað orðið að mikilli klassík á meðal bílaáhugmanna, en fyrst þarf jú að búa þá til. Hann var semsagt of fallegur og framúrstefnulegur fyrir Bandaríkjamenn.


Fríður frá öllum sjónarhornum





×