Handbolti

Guðjón Valur langmarkahæstur í undankeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Guðjón Valur Sigurðsson fór mikinn með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2014 og varð langmarkahæsti leikmaður undankeppninnar allrar.

Guðjón Valur skoraði 62 mörk í leikjunum sex eða meira en tíu mörk í leik. Sannarlega ótrúlegur árangur hjá þessum magnaða hornamanni.

Næstur kom Hvít-Rússinn Siarhei Rutenka sem skoraði 50 mörk en þess má geta að Hvíta-Rússland og Ísland voru saman í riðli í undankeppninni.

Chen Pomeranz, leikmaður Ísrael, var svo í þriðja sæti markalistans með 44 mörk.

Guðjón Valur skoraði tólf mörk fyrir Ísland gegn Rúmeníu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

Þess má geta að Rúmenía var eina liðið í riðlunum sjö í undankeppninni sem tapaði öllum leikjum sínum og stóð því eftir stigalaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×