Handbolti

Ísland í öðrum styrkleikaflokki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leiknum í gær.
Guðjón Valur Sigurðsson í leiknum í gær. Mynd/Daníel
Ísland verður hvorki í riðli með Frakklandi eða Svíþjóð á EM í Danmörku í janúar á næsta ári. Röðun í styrkleikaflokka var tilkynnt nú í morgun.

Undankeppni EM 2014 lauk í gær en þess má geta að Þjóðverjar sátu eftir í sínum riðli með sárt ennið og verða ekki með í Danmörku. Rússar komust áfram með naumindum sem besta liðið í þriðja sæti síns riðils.

Gestgjafar Danmerkur og sigurvegarar riðlanna sjö eru í efstu tveimur styrkleikaflokkunum. Ísland er vitanlega þar á meðal eftir glæsilegan tíu marka sigur á Rúmeníu í gærkvöldi, 37-27.

Dregið verður í riðla í Herning á föstudaginn. Í efsta flokki eru Danir, ríkjandi Evrópumeistarar, auk Serbíu, Króatíu og heimsmeisturum Spánar. Þetta eru þær þjóðir sem komust í undanúrslit á EM í Serbíu fyrir tveimur árum.

Austurríki, lærisveinar Patreks Jóhannessonar, eru í fjórða styrkleikaflokki.

1. styrkleikaflokkur: Danmörk, Serbía, Króatía, Spánn.

2. styrkleikaflokkur: Tékkland, Ísland, Frakkland, Svíþjóð.

3. styrkleikaflokkur: Makedónía, Hvíta-Rússland, Ungverjaland, Pólland.

4. styrkleikaflokkur: Noregur, Austurríki, Svartfjallaland, Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×