Handbolti

Hvít-Rússar lögðu Slóvena

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr leik Íslands og Hvíta-Rússlands.
Úr leik Íslands og Hvíta-Rússlands. Mynd/Vilhelm
Ísland má ekki tapa leik sínum gegn Rúmenum í kvöld í Laugardalshöll ætli það sér toppsætið í riðlinum. Hvíta-Rússland komst í toppsæti riðilsins með sigri í Slóveníu í dag.

Barys Pukhouse skoraði tíu mörk fyrir Hvít-Rússa í spenuþrungnum leik í Slóveníu í dag. Gestirnir leiddu með einu marki í hálfleik 18-17 en heimamenn unnu að vinna sigur til að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Danmörku.

Síðari hálfleikurinn var ekki síður spennandi en gestunum tókst að tryggja sér tveggja marka sigur 35-33. Siarhei Rutenka, skærasta stjarnan Hvít-Rússa, skoraði fimm mörk í leiknum.

Hvíta-Rússland hefur eins stigs forskot á Ísland sem á eftir að ljúka leik sínum gegn Rúmenum. Vinni Ísland sigur eða ljúki leik með jafntefli vinnur Ísland sigur í riðlinum. Tap gegn Rúmenum þýðir að Hvíta-Rússland hafnar í efsta sæti en Ísland í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×