Handbolti

Enginn Arnór gegn Rúmenum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnór Þór með verðlaunin sem hann hlaut sem besti leikmaður Bergischer í þýsku b-deildinni í vetur.
Arnór Þór með verðlaunin sem hann hlaut sem besti leikmaður Bergischer í þýsku b-deildinni í vetur.
Arnór Þór Gunnarsson er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Rúmeníu í lokaleik riðilsins í undankeppni EM 2014. Hornamaðurinn hefur ekki náð sér að fullu af meiðslum sínum.

Ólafur Stefánsson kemur sem kunnugt er inn í hópinn fyrir leikinn en um kveðjuleik Ólafs er að ræða. Finnur Ingi Stefánsson, sem kom inn í hópinn fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í vikunni, víkur fyrir Ólafi. Ólafur er einmitt þjálfari Finns Inga hjá Val.

Markverðir landsliðsins í dag eru Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarsson. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, æfði með landsliðinu en Aron og Björgvin urðu fyrir valinu í þetta skiptið.

Leikmannahópur Íslands er því óbreyttur frá leiknum gegn Hvít-Rússum að frátaldri innkomu Ólafs Stefánssonar.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Finnur Ingi inn fyrir Arnór Þór

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, getur ekki leikið með landsliðinu gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×