Handbolti

Anton samdi við Nordsjælland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton í leik með Val í fyrra.
Anton í leik með Val í fyrra. Mynd/Valli
Leikstjórnandinn Anton Rúnarsson er genginn til liðs við danska úrvalsdeilarfélagið Nordsjælland en þangað kemur hann frá SönderjyskE.

Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum. Þar er haft eftir Ian Marko Fog, þjálfara Nordsjælland, að Anton hafi fengið minna að spila hjá SönderjyskE en hann bjóst við.

„Tímabilið á undan var hann öflugur með sínu gamla félagi, Val í Reykjavík, þar sem hann skoraði 143 mörk í 21 leik.“

„Þetta er stór strákur sem hefur mikil áhrif á leikinn, sem er dæmigert fyrir íslenska handboltamenn. Hann er með gott skot, góða yfirsýn og er fljótu,“ segir Fog sem reiknar með því að Anton muni hafa stóru hlutverki að gegna á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×