Handbolti

Patrekur fékk dýrmætt stig í Bosníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Szilagyi í leik gegn íslenska landsliðinu.
Szilagyi í leik gegn íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Austurríki er enn í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni EM 2014 eftir dramatískt jafntefli í Bosníu í dag, 28-28.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins sem hefur komið á óvart með góðri frammistöðu í sterkum riðli.

Serbía er með sjö stig í efsta sætinu en Austurríki og Rússland koma næst með sex stig hvort. Síðastnefndu þjóðirnar mætast á sunnudag í gríðarlega mikilvægum leik um sæti í lokakeppninni í Danmörku á næsta ári.

Viktor Szilagyi skoraði jöfnunarmark Austurríkis í dag þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Staðan í hálfleik var 15-13, Serbum í vil.

Austurríki komst þó í góða stöðu og var með tveggja marka forystu, 27-25, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. En þá komu þrjú bosnísk mörk í röð og spennan því mikil í lok leiksins.

Szilagyi skoraði sjö mörk fyrir Austurríki og Raul Santos fimm. Hjá Serbíu voru Ivan Karacic og Dusko Celica markahæstir með fimm mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×