Vilja þvinga Svía til að nota orðið laks en ekki lax 13. júní 2013 14:32 Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi. Fjallað er um málið í Aftonbladet og þar er haft eftir Line Kjeldstrup, talsmanni norska sjávarafurðaráðsins að þetta sé leið til að sýna hvaðan laxinn komi. Kannanir hafa sýnt að þrír af hverjum fjórum Svíum vilji vita um uppruna þess lax sem þeir borða. Kjeldstrup segir að með því að nota orðið laks sé komin einföld lausn á þeim óskum, a.m.k. hvað norska laxinn varðar. Kjeldstrup neitar því alfarið að þessi krafa sé eingöngu tilkomin til að vekja athygli á norskum eldislaxi og ítrekar að mikilvægt sé að vita hvaðan laxinn sé kominn. Hún bendir á að þorskur úr Barentshafi sé kallaður „skrei“ um alla Evrópu. Sænska málfarsnefndin er ekki ýkja hrifinn af þessari kröfu Norðmanna og mun ekki fara eftir henni. Erika Lyly málfarsráðunautur nefndarinnar segir að laks líti ekki vel út sem skrifað orð í sænsku. Það sem skrifað er á sænsku eigi að vera upplýsandi fyrir Svía. „Ég get ekki hugsað mér annað en að hafa stafinn x í þessu orði,“ segir Lyly. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi. Fjallað er um málið í Aftonbladet og þar er haft eftir Line Kjeldstrup, talsmanni norska sjávarafurðaráðsins að þetta sé leið til að sýna hvaðan laxinn komi. Kannanir hafa sýnt að þrír af hverjum fjórum Svíum vilji vita um uppruna þess lax sem þeir borða. Kjeldstrup segir að með því að nota orðið laks sé komin einföld lausn á þeim óskum, a.m.k. hvað norska laxinn varðar. Kjeldstrup neitar því alfarið að þessi krafa sé eingöngu tilkomin til að vekja athygli á norskum eldislaxi og ítrekar að mikilvægt sé að vita hvaðan laxinn sé kominn. Hún bendir á að þorskur úr Barentshafi sé kallaður „skrei“ um alla Evrópu. Sænska málfarsnefndin er ekki ýkja hrifinn af þessari kröfu Norðmanna og mun ekki fara eftir henni. Erika Lyly málfarsráðunautur nefndarinnar segir að laks líti ekki vel út sem skrifað orð í sænsku. Það sem skrifað er á sænsku eigi að vera upplýsandi fyrir Svía. „Ég get ekki hugsað mér annað en að hafa stafinn x í þessu orði,“ segir Lyly.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira