Handbolti

Norðmenn og Svíar tryggðu farseðilinn til Danmerkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svíar verða á meðal þátttökuþjóða í lokakeppni EM.
Svíar verða á meðal þátttökuþjóða í lokakeppni EM. Nordicphotos/AFP

Svíar tryggðu sæti sitt í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku með 34-21 stórsigri á Úkraínu í 5. riðli undankeppninnar í dag.

Svíar höfðu 16-7 forystu í hálfleiknum og því hægðarleikur að skila sigrinum í hús í síðari hálfleik. Fredrik Petersen skoraði átta mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum.

Frakkar unnu nauman 25-23 útisigur á Litháum og tryggðu sér efsta sæti Riðils 3. Frakkar höfðu eins marks forystu í hálfleik en þeir höfðu, líkt og Íslendingar, þegar tryggt sæti sitt í keppninni. Tap Litháa þýðir að Norðmenn hafa tryggt sér annað sæti riðilsins en frændur okkar lögðu Tyrki á útivelli 32-20 eftir hnífjafnan fyrri hálfleik.

Frakkar eru eina þjóðin í undankeppninni sem hefur unnið alla sína leiki.

Serbar unnu 29-28 sigur á Rússum á útivelli í 7. riðli. Serbar hafa sjö stig í efsta sæti en Rússar sex í öðrum sæti. Serbar ættu að vinna riðilinn en þeir mæta Bosníu í lokaleik sínum. Á sama tíma mæta Rússar lærisveinum Patreks Jóhannessonar hjá Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×