Serbinn Miralem Sulejmani hefur gengið til liðs við portúgalska félagið Benfica en hann fór til félagsins á frjálsi sölu í gær.
Þessi 24 ára framherji hefur undanfarinn fimm ár leikið með hollenska liðinu Ajax en samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Leikmaðurinn skrifaði undir fimm ára samning við Benfica en hann var orðaður við lið á borð við Everton og Wolfsburg.
Sulejmani gengur til liðs við Benfica
