Hoppar yfir bíl á ferð Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2013 08:45 Ungi maðurinn í loftköstum Það er ekki mörgum sem dettur í hug að láta bíl aka beint að sér á yfir 60 kílómetra hraða með það markmið að hoppa yfir hann. Það gerði þó þessi djarfi ungi maður. Hann fékk vinkonu sína til að aka bílnum, sem algerlega fraus eftir stökkið, því ekki vildi betur til en svo að drengurinn lenti með aðra löppina í framrúðunni og braut hana. Hún hefur líklega haldið að vinur hennar lægi í klessu fyrir aftan bílinn. Aldeilis ekki. Hann tókst á loft eftir höggið, snýst í loftinu fyrir vikið, en á einhvern magnaðan hátt lendir á löppunum og meiðist ekki neitt að því er virðist. Hans fyrstu viðbrögð eftir stökkið var að storma að bílnum til að segja vinkonunni frá því að hann muni borga fyrir brotnu framrúðuna. Kannski hefur hann fengið nóg af svona hetjudáðum eftir að hafa horft á hve heppinn hann var að sleppa óslasaður, en hver veit. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent
Það er ekki mörgum sem dettur í hug að láta bíl aka beint að sér á yfir 60 kílómetra hraða með það markmið að hoppa yfir hann. Það gerði þó þessi djarfi ungi maður. Hann fékk vinkonu sína til að aka bílnum, sem algerlega fraus eftir stökkið, því ekki vildi betur til en svo að drengurinn lenti með aðra löppina í framrúðunni og braut hana. Hún hefur líklega haldið að vinur hennar lægi í klessu fyrir aftan bílinn. Aldeilis ekki. Hann tókst á loft eftir höggið, snýst í loftinu fyrir vikið, en á einhvern magnaðan hátt lendir á löppunum og meiðist ekki neitt að því er virðist. Hans fyrstu viðbrögð eftir stökkið var að storma að bílnum til að segja vinkonunni frá því að hann muni borga fyrir brotnu framrúðuna. Kannski hefur hann fengið nóg af svona hetjudáðum eftir að hafa horft á hve heppinn hann var að sleppa óslasaður, en hver veit.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent