Víkingur skellti sér upp í annað sæti 1. deildar karla með mikilvægum 2-0 sigri á BÍ/Bolungarvík fyrir vestan í dag.
Aron Elís Þrándarson og Igor Taskovic skoruðu mörk Víkinga en bæði mörkin komu á sex mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik.
Daniel Osafo-Badu úr liði heimamanna fékk svo að líta rauða spjaldið á 70. mínútu.
Víkingur er nú með fimmtán stig, þremur á eftir toppliði Grindavíkur. Haukar og BÍ/Bolungarvík eru einnig með fimmtán stig en með lakara markahlutfall.
Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.
