Spánverjinn Pep Guardiola stýrði sinni fyrstu æfingu með þýska stórliðið Bayern Munchen í gær.
Guardiola tók við liðinu af Jupp Heynckes á dögunum en liðið varð hina fræknu þrennu á tímabilinu. Bayern Munchen varð þýskur meistari, vann Meistaradeild Evrópu og að lokum varð liðið þýskur bikarmeistari.
Magnað tímabil og það verður hægara sagt en gert að standa undir þeirri pressu sem verður á Guardiola á næsta tímabili.
Um 10.000 manns mættu á fyrstu æfingu stjórans og fylgust með en Guardiola gerði þriggja ára samning við þýsku meistarana.
Þúsundir áhorfenda á fyrstu æfingu Guardiola
Stefán Árni Pálsson skrifar
