Hinn efnilegi Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður KR, mun æfa næstkomandi viku hjá belgíska félaginu Club Brugge en vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu í dag.
Rúnar þykir mikið efni en hann er aðalmarkvörður U-21 landsliði Íslands og vermir varamannabekkinn hjá bikarmeisturum KR en leikmaðurinn er fæddur árið 1995.
Leikmaðurinn hefur áður farið út til æfinga til Liverpool í Englandi og NEC Nijmegen í Hollandi en faðir hans Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, lék til margra ára með belgíska liðinu Lokeren.
Rúnar Alex æfir með Club Brugge
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn





Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti
