Eigendur Porsche ánægðastir Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 12:45 Porsche 911 skoraði hátt J.D. Power spurði 83.000 bíleigendur í Bandaríkjunum um ánægju þeirra af eigin bílum og reyndist Porsche merkið skora mjög hátt hjá þeim. Eigendur Porsche 911 bíla voru ánægðastir í sínum flokki og það sama átti við um eigendur Porsche Boxter bíla. Bæði Porsche Cayenne og Porsche Panamera náðu 3. sæti í sínum flokki. Hefur Porsche aldrei náð viðlíka árangri í þessari könnun, sem gerð er á hverju ári. Það voru 230 bílgerðir frá 33 bílaframleiðendum sem mældir voru í þessari könnun og aðeins eru eigendur nýrra bíla spurðir. Bíleigendurnir eru spurðir 230 mismunandi spurninga og því er víða komið við hvað gæði bílanna varðar. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent
J.D. Power spurði 83.000 bíleigendur í Bandaríkjunum um ánægju þeirra af eigin bílum og reyndist Porsche merkið skora mjög hátt hjá þeim. Eigendur Porsche 911 bíla voru ánægðastir í sínum flokki og það sama átti við um eigendur Porsche Boxter bíla. Bæði Porsche Cayenne og Porsche Panamera náðu 3. sæti í sínum flokki. Hefur Porsche aldrei náð viðlíka árangri í þessari könnun, sem gerð er á hverju ári. Það voru 230 bílgerðir frá 33 bílaframleiðendum sem mældir voru í þessari könnun og aðeins eru eigendur nýrra bíla spurðir. Bíleigendurnir eru spurðir 230 mismunandi spurninga og því er víða komið við hvað gæði bílanna varðar.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent