Handbolti

Balic fer frá Atletico Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Balic í leik gegn íslenska landsliðinu.
Balic í leik gegn íslenska landsliðinu. Mynd/AP
Króatinn Ivano Balic bætist í þann stóra hóp leikmanna sem yfirgefa spænska liðið Atletico Madrid í sumar.

Balic hefur verið einn besti handknattleiksmaður heims um árabil og var orðaður við Füchse Berlin í spænskum fjölmiðlum. Bob Hanning, framkvæmdarstjóri liðsins, segir þó ekkert hæft í því og að félagið hafi ekki áhuga á honum.

Balic er áttundi leikmaðurinn sem fer frá Atletico en liðið hefur átt erfitt með fjárhaginn sinn.

Angel Romero, Jesep Masachs, Alvaro Ferrer, Magnus Dahl, Roberto Parrondo, Kiril Lazarov og Adnan Sabanovic eru allir farnir frá liðinu.

Atletico hefur þó fengið aðra í staðinn en flestir koma þeir frá öðrum spænskum liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×