Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistarinn í golfi, er að gera það gott á Opna breska áhugamannamótinu. Hann er nú kominn áfram í 16-manna úrslit.
Alls 288 kylfingar hófu keppni í mótinu en efstu 64 keppendurnir komust í gegnum niðurskurðinn eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þá tók við holukeppni og hefur Haraldur nú lagt tvo keppendur að velli og er kominn í 16-manna úrslitin.
Hann vann heimamanninn Michael Saunders með tveggja vinninga forskoti í fyrstu umferðinni og svo Victor Lange fá Suður-Afríku í morgun, 4&2. Hann mætir næst Ítalanum Renato Paratore í 16-manna úrslitunum síðar í dag.
Það er mikið í húfi því sigurvegari mótsins fær þátttökurétt í Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram um miðjan næsta mánuð.
Haraldur Franklín kominn í 16-manna úrslit
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
