Handbolti

Christian Zeitz til Veszprem

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Zeitz  hefur leikið stórt hlutverk í titlasöfnun Kiel síðustu árin
Zeitz hefur leikið stórt hlutverk í titlasöfnun Kiel síðustu árin MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Þýski handknattleiksmaðurinn Christian Zeitz hefur samið við ungverska stórliðið Veszprem til þriggja ára. Zeitz mun því yfirgefa þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar þegar samningur hans rennur út að loknu næsta tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu Veszprem.

Zeitz er annar leikmaður Kiel sem semur við Veszprem í sumar því áður hafði stórskyttan Momir Ilic gengið til liðs við ungverska liðið sem er stórhuga þessa dagana.

Zeitz hefur verið sigursæll með Kiel og unnið alla titla sem í boði eru með félaginu. Hann skoraði 90 mörk í 29 leikjum fyrir félagið í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.

Zeitz vill ganga til liðs við Vezprem strax í sumar en óvíst er hvort Kiel leyfi leikmanninum að fara ári áður en samingur hans við félagið rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×