Mercedes Benz S-Class Plug-in Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 10. júlí 2013 14:15 Mercedes Benz mun kynna nýja gerð S-Class bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessum bíl verður hægt að stinga í samband við hefðbundið heimilsrafmagn og hann getur komist fyrstu 25-30 kílómetrana aðeins á rafmagni. Eyðslutala bílsins verður að líkindum um 3,2 lítrar á hundraðið. Jafnvel er búist við því að mengunartalan verði lægri en í hinum nýja Porsche Panamera Plug-in Hybrid en hann skartar hinni lágu tölu 70 g/km af CO2. Það er reyndar lægri tala en sumar gerðir hins mun minni bíls Toyota Prius. Vélin í þessum nýja S-Class Benz verður 3,5 lítra V6 og gengur fyrir bensíni en rafhlöðurnar verða í botninum á farangursrýminu. Mercedes Benz hefur selt meira af Hybrid bílum en allir aðrir lúxusbílasalarnir samanlagt á síðasta ári svo þeir virðast kunna til verka á þessu sviði. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english
Mercedes Benz mun kynna nýja gerð S-Class bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessum bíl verður hægt að stinga í samband við hefðbundið heimilsrafmagn og hann getur komist fyrstu 25-30 kílómetrana aðeins á rafmagni. Eyðslutala bílsins verður að líkindum um 3,2 lítrar á hundraðið. Jafnvel er búist við því að mengunartalan verði lægri en í hinum nýja Porsche Panamera Plug-in Hybrid en hann skartar hinni lágu tölu 70 g/km af CO2. Það er reyndar lægri tala en sumar gerðir hins mun minni bíls Toyota Prius. Vélin í þessum nýja S-Class Benz verður 3,5 lítra V6 og gengur fyrir bensíni en rafhlöðurnar verða í botninum á farangursrýminu. Mercedes Benz hefur selt meira af Hybrid bílum en allir aðrir lúxusbílasalarnir samanlagt á síðasta ári svo þeir virðast kunna til verka á þessu sviði.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english