Það var Íslendingaslagur þegar Sandnes Ulf tók á móti Start í botnbaráttuslag dagsins í norsku úrvalsdeildinni.
Heimamenn í Sandnes fóru með 3-1 sigur af hólmi en Steinþór Freyr Þorsteinsson spilaði allan leikinn fyrir heimamenn. Matthías Vilhjálmsson var einnig í byrjunarliði Start en var tekinn af velli á 78. mínútu.
Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson spiluðu allan tímann með liði sínu Sarpsborg þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Odd Grenland. Ásgeir Börkur Ásgeirsson sat allan tímann á varamannabekk Sarpsborg.
Pálmi Rafn Pálmason og félagar í Lilleström lutu í lægra haldi fyrir Rosenborg en norska stórliðið vann 1-0 sigur. Pálmi Rafn spilaði allan leikinn fyrir Lilleström.
Strömsgodset er í efsta sæti norsku deildarinnar eftir fimmtán umferðir en Rosenborg fylgir fast á hæla þeirra. Íslendingaliðin Sandnes Ulf og Start verma botnsætin tvö með þrettán og fjórtan stig.
Íslendingaslagur í Noregi
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn